Til að fá sumt á hreint:
“.txt” skrár eru einmitt það sem nafnaukinn segir. Textaskrá. Það er bara pláss á harðadisknum þínum sem geymir gögn. Þegar stýrikerfið opnar skránna, les hún hana bara, en keyrir hana ekki, sem gerir þér þar með ómögulegt að keyra eitt né neitt með “.txt” skrá. Nema að það sé einhver villa í forritinu sem opnar skránna og þú nýtir þér þá villu til að keyra kóða sem þú vilt, en það er önnur saga og er efni í heila ritgerð fyrir sjálft sig.
En með “.exe” skrá er það allt annað mál. Í C gætir þú notað
system("http://www.omgleet.com");
til að opna einhverja síðu.
Mig grunar að þú hafir í rauninni ekki mikla, ef eitthverja, reynslu í forritun þannig að ég mæli með því að þú aflir þér reynslu í þeim málum eða sleppir því einfaldlega að fikta við þetta.