Mjah, þeir ætluðust væntanlega ekki til þess að það væri hægt einfaldlega að decompila .class skrár, er það? :) Það er nákvæmlega það sem gerðist.
En eins og ég segi, ég ætla ekkert að ávíta þá fyrir það, því að eins og stendur í pósti mínum, er ég ekkert viss um að það sé mögulegt að smíða sýndarvél sem gerir neitt af viti, án þess að innihalda allar þessar upplýsingar.
“allavega þá líkist java ekki .net”
Enda sérðu hvergi í pósti mínum umræðu um forritunarmálin sjálf. Umræðan snýst algerlega og einungis um þessa sýndarvélapælingu, hvort tveggja sem Java og C#/.NET/Whatever á sameiginlegt.
Og tjah, svona for the record, þá get ég nefnt á fingrum annarrar handar þau forrit frá Microsoft sem hafa verið af minnsta viti miðað við samkeppnisaðila. :) En í guðanna bænum, við skulum ekki snúa þessari umræðu í eitthvað Microsoft vs. Hinir, það má bæði eiga sinn þráð á öðrum korki á öðru áhugamáli, sem og að ég trúi því ekki að menn nenni að taka þátt í þeirri umræðu lengur. ;)
Og eins og ég sagði, “flames to /dev/null”, og með því er átt við að séu menn ósammála, þá ókei. Ekkert hitamál í gangi.
Svo höfum það á hreinu. :) Ég tók svo til orða er ég “fullyrti” að þeir beta-testuðu ekki meira en í tvo tíma, til dæmis.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is