þessi starfsheiti eru lögvermduð, og eru það venjulega iðnaðarráðuneytið sem setur reglur um það hver má kalla sig hvað, en það er oftast gert í samráði við félög þessara faga. Td. veit ég að iðnaðarráðuneytið hefur samstarf um reglur varðandi verkfræðinga við verkfræðingafélag íslands. (reyndar þannig að verkfræðingafélagið kemur með tillögu og hún er samþykkt af ráðuneytinu).
Samkvæmt því sem ég best veit fylgir ekkert lögvermdað starfsheiti tölvunarfræðiprófinu úr iðnskólum. Svo það sem þeir sem hafa það próf mega titla sig í mesta lagi ‘með próf í tölvunar eða tölvufræðum frá iðnskólanum í rvk…’
Það eru mjög strangar reglur í kringum þetta. td. kem ég ekki til með að mega kalla mig verkfræðing á næsta ári þegar ég klára BSc. gráður (grunnnámið) í vélaverkfræði. Ég kem til með að þurfa að klára meistaranám til að mega kallað mig verkfræðing.
En þetta má oftast kynna sér á heimasíðum fagfélaganna.