Ég er nýútskrifaður af Tölvudeildinni í Iðnskólanum, ef þú ert að velja framhaldsskóla og þú vilt forritun þá myndi ég mæla með að koma þangað. Deildin hefur margskánað frá því fyrir nokkrum árum síðan, þá voru kennd ýmis forritunarmál sem fæstum þótti gagnleg eða áhugaverð og svo var maður þvingaður til að læra Word og Excel út og suður.
Ég persónulega er sáttur með allt sem ég lærði fyrir utan Word og Excel, ég lærði líka Turbo Pascal ásamt Delphi(sem er eiginlega það sama), ég get sagt að það var ekkert gagnlegt fyrir mig að læra það því það tvennt er úrelt en það var ágætt samt því ég komst meira inn í forritun á því.
Ég lærði svo slatta í C# í margar annir og kann þokkalega í því nú, get gert ýmislegt sniðugt ef ég nenni. Svo er verið að bjóða upp á auka áfanga sem er FOR703 og þar var kennt C++ en farið hratt í gegn, enda allir sem fóru í hann með góða reynslu af C# ásamt fleiru, og já, það er mikið kennt í PHP og þú lærir að vinna með klasa þar líka og að nota MySQL.
Þeir eru með gagnasafnsfræði líka þarna, þar er kennt MS SQL, og svo geturu lært á Oracle þarna líka í öðrum áfanga.
En muna, þetta er það sem er kennt á forritunarsviðinu, það er líka til netsvið þarna þar sem lært er á netkerfi.
Gangi þér vel og góða skemmtun