Þegar ég skoða spurninguna betur tek ég eftir því að þú talar um þetta sérstaklega í sambandi við Label. Fyrst vil ég vekja athygli á því að ef þú hefur WordWrap eigindið (property) fyrir Label stillt á True þá er textanum á honum skipt sjálfkrafa í línur miðað við þá hæð og breidd sem þú setur á það Label sem þú ert að vinna með. hinsvegar ef þú vilt stýra línubilunum alveg sjálfur þá er þetta mjög svipað og ég lýsti áðan.
Takk fyrir svarið… Þetta er búið að valda mér miklum höfuðverk…
En er einhver möguleiki á að gera lista inn í label, það er að segja annað hvort upptalningu eða lista með kúlum fyrir framan hverja upptalningu(veit ekki hvað það heitir :S)
Upptalningu er ekki hægt að gera sjálfvirkt … þú getur auðvitað bara gert það í höndunum, með því að setja línubil, tölustaf, bil og svo textann ….
Sama gildir um bullet, engin innbyggð leið til þess. Þú ættir þó að geta gert það á sama hátt og upptalninguna, og til að fá bullet, þá gerirðu ALT+0149. Gætir skoðað í Character Map til að finna kannski betra bullet.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..