Ég sendi nú inn könnun einu sinni, um hvort notendur huga vildu fá assembly kork á forritunar áhugamálið.
En þar sem þú spyrð um “assembly menningu” á íslandi; það er nú eiginlega mjög lítil assembly menning neinstaðar nema kannski á netinu. Þetta er að hluta til dautt tungumál, þar sem ekki lengur er þörf að kunna það til þess að smíða lítil forrit á DOS tölvur og svoleiðis, því tölvur eru náttúrulega mikið hraðvirkari nú til dags.
Ég veit ekki hvort þú ert að læra ASM í skóla sem þú ert í, eða eitthvað álíka, en það er mjög algengt að það sé kennt í Tölvu vísindum, og þá oft notast við motorola chipset til að forrita á.
Það eru alltaf einhverjir þarna úti sem kunna þetta, þar á meðal software crackers - til að lesa disassembly af forritum, ‘crackers’(Eins og ég vel að kalla ‘vondu kallana’) - til að framleiða shellcode í exploit fyrir öryggisgalla, og svo framvegis..
Mæli með að þú kíkir á
http://nasm.sourceforge.net, og
http://win32asm.cjb.net/, þar sem þú ættir að finna nokkra góða linka.