hahahahaha mesta snilldar spurning í heimi :p … já þú notar víst FLASH til að gera Flash myndir og leiki :)
En allavega, mæli með því að þú kíkir á The Flash Bible ef þú hefur ekkert notað flash áður, það kennir þér undirstöðuatriðin í Flash og hvernig öll grafíkin virkar. bókin fer einnig frekar djúpt í ActionScript (sem er forritunarmálið í Flash) en það er lítið af útskýringum. Ef þú hefur ekkert forritað áður þá mæli ég með einhverri annarri bók til að læra ActionScriptið. Og það myndi ekki saka að lesa sig til um forritun yfir höfuð (google: programming basics), þar sem þetta er mest allt sama tóbakið, og ég hef ennþá ekki fundið neina ActionScript bók sem fer djúpt í forritun, bara svona “skrifaðu þetta og þá gerist þetta” , ekkert útskýrt hvað er að gerast