Til að skrifa forrit þarftu í raun annað forrit sem heitir þýðandi (e. compiler). Til eru sérstök forritunarumhverfi sem virka eins og textaritlar (Word er t.d. ritill) en hafa innbyggðan þýðanda sem býr til forritið fyrir þig eftir “uppskriftinni” sem þú gefur (þ.e. forritunarkóðanum þínum). Eitt forritunarumhverfið heitir Dev-C++ og það má finna hér:
http://www.bloodshed.net/devcpp.html Þú þarft að ná í það og setja það upp á tölvunni þinni.
Inni í því geturðu skrifað kóðann fyrir forritið Hello World, gefið að kóðinn sé í forritunarmálinu sem heitir C++.
Þegar þú ert búinn að skrifa kóðann þarftu að þýða og keyra forritið (það eru sértakkar fyrir það). Til að forritið stoppi eftir að það klárast þarftu mögulega að bæta inn skipuninni:
system(“PAUSE”);
áður en þú lætur fallið main skila gildi með skipuninni:
return 0;
Vonandi hjálpaði þetta.