Þetta er ekki galli á stýrikerfinu, heldur er þetta galli á forritinu sem er að keyra. Hvort það forrit er svo hluti af stýrikerfinu er svo annað mál.
Það sem er að gerast þegar þessi skemmtilegi gluggi birtist er að villa hefur verið í forriti og hún ekki gripin. Til þess að forðast að forritið þitt birti svona glugga notar þú SEH eða Structured Exception Handling. Með því getur þú gripið allar villur, t.d. deilt með núlli eða access violation og ákveðið hvað forritið þitt á að gera við hana.
Lítið mál er að nota SEH og það er t.d. einfalt að láta “venjulega” C++ exception handling grípa svona villur.
En kannski var spurningin bara hvernig maður losnar við myndina á þessu áhugamáli!!! Svarið hlýtur að vera að pósta sinni eigin. <p>
Matti