Clarion 5.5 er ágætis RAD tól, sem hægt er að nota á gagnagrunskerfi sem fylgir clarion eða ODBC gagnagrunna. Gagnagrunnskerfið er af tegundinni Pervasive, sem var í gamladaga þekkt sem BeTriev. Þetta er ágætis gagnagrunnur.
Maður þarf nánast ekkert að forrita. Maður getur gert allt með point & click. Það sem svo gerist er að úr upplýsingasafni af gagnagrunninum og metadata um gagnagrunninn getur maður generatað windows application (sambærilegt við Access forms).
Generatorinn í þessu kerfi er þó code-generator en ekki bara application generator, þ.e.a.s hann generatar kóða sem er á máli sem er algjörlega propriatary fyrir þetta kerfi, en málið var skrifað af gaurunum sem stofnuðu Borland (nú inprise) á sínum tíma og hönnuðu delphi t.d.
Delpi og C++ eru ekki RAD tól. RAD stendur fyrir rappid application development og c++ hefur seint talist vera rappid development. Ég myndi áætla að afkastageta og skalanleiki forrita sem gerð eru í clarion 5.5 sé svipaður og forrita sem skrifuð eru í Delphi. Forritunarmálið er allavega hraðvirkt.
hægt er að forrita svokölluð “embedds” inn í kerfið og það gerir það að verkum að hægt er að sérsníða virkni fyrir ákveðna viðmóts- eða virknihluta.
Kerfinu fylgir m.a. UML tól, þ.a. maður getur hannað umhverfið sitt og svo er auðvitað gagnagrunnahönnunartól.
til að summera upp :
Kostir :
Kerfið er þræl öflugt, og verulega tímasparandi fyrir forritara.
Support fyrir kerfið er mjög gott. Margar vefsíður um það þar sem hægt er að nálgast ýmislegt aukalegt og tutorials, hjálparsíður og fleirra í þeim dúr.
codegeneratorinn er opin fyrir breytingar, sem þýðir í raun að hægt er að breyta hvernig kóða kerfið smíðar. Þetta er þó flókið og ekki e-ð sem menn gera öllu jöfnu.
Kerfið er í stöðugri þróun og vænta má nýjunga fljótlega.
Gallar :
Kerfið notar propriatary forritunarmál sem þýðist ekki yfir á önnur kerfi (unix,mac), en jæjja það er kanski óraunhæfar kröfur eins og stendur.
Frekari upplýsingar má nálgast á
www.softvelocity.com,
www.clarionmag.com
kveðja,
-r