Hæ forritarar
Hverjir myndu hafa áhuga á því að vera í svona “Group” eða “hópi” sem myndi samanstanda af nokkrum völdum forriturum, svona 4-6 talsins (fer þó eftir áhuga).
Tilgangur hópsins væri sá að einbeita sér að tölvuleikjum, spila þá kannski við tækifæri, en þó aðallega myndi hópurinn styðja hvor aðra í því að læra tölvuleikjaforritun.
Athugið. Ég hef engar hugmyndir um að búa til einhvern tölvuleik, ekki nema einhverja einfalda 2D leiki til að læra, heldur frekar til kynnast og læra inn á öll hugtökin sem notuð eru í tölvuleikjaforritun svo og læra á notkun grafískra API-staðla, s.s. OpenGL og Direct3D.
Ég er að meina að fara algjörlega í grunninn, ganga út frá því að einstaklingurinn kunni ekki neitt um tölvuleikjaforritun. Við myndum styðja hvor aðra, eiga í voice-chat sambandi í gegnum tölvuna með Ventrilo (hóptali) og einnig myndum við hafa okkar eigið forum þar sem við gætum póstað spurningum og pælingum.
Svo myndum við jú einnig reyna að hittast, og kannski spila tölvuleiki, og meta þá kannski út frá forritunarlegu sjónarhorni. Svo og til að deila hugmyndum og kenna hvor öðrum.
Gott er að kafa í þetta STÓRA viðfangsefni sem tölvuleikjasmíði er með einhverjum öðrum.
Kröfur eru þó gerðar:
- Forritun (C++, C#, Java) (Byrjenda/Meðalþekking)
- Kunni eitthvað inn á línulegra algebru, svo og jú strjála stærðfræði.
- Lágmarksaldur 20 ára (gengið sé út frá því að recruita einhverja háskólanema)
- Stelpur velkomnar, hafi þær áhuga
- Best að vera staðsettur á höfuðborgarsvæðinu upp á að hittast, en þó ekki aðalatriði.
- Vilji til að eyða einhverjum tíma í að læra þetta.
Ath. þetta er algjörlega frjálst, ekki er krafist neins framlags af neinum.
Þeir sem hafa áhuga hafið samband við mig á MSN: anon1234@hotmail.com (ég er Árni)
Og við skipuleggjum þetta saman.