Með fullri virðingu fyrir háþróaðri kímni þinni, Spa, er það þá stafað Macintsh?
Auli er ég að vera ekki fyrir löngu búinn að skipta yfir í stýrikerfið sem gefur mér meldingu um ólöglega aðgerð við annað hvert skref, og bláan skjá við hitt ;).
En svo við snúum okkur að efninu, þá mæli ég eindregið með því sem fylgir CodeWarrior, en það er best að prenta það út, því það er ómögulegt að lesa það af skjánum. Svo er líka bókin “Mac Programming for Dummies”, en hún er miðuð við C/C++. Hún kennir undirstöðuatriðin í Makkaforritun, án þess að fara mikið út í tungumálin.
Ef þú ert algjör byrjandi mæli ég samt með að fara ekki beint út í C, heldur byrja, eins og einhver sagði hér áður, á að læra undirstöðuatriðin. Ég mæli með RealBasic; það er geysiöflugt án þess þó að vera flókið og með því lærirðu allt um OOP (Object Oriented Programming), og helstu hugtök (lykkjur o.s.frv. (loops)).
RealBasic hefur líka þann stóra kost að mjög auðvelt er að smíða grafískt viðmót við forritin, sem auðveldar mjög það sem þú ert að gera, en með C tekur nokkuð margar kennslustundir áður en þú hættir þér út í nokkuð annað en “Halló heimur” eða einföld reikniforrit.
Svo geturðu líka smíðað Windows forrit með RealBasic :)
(Þó að ástæðan fyrir að þú mögulega viljir það sé mér hulin, nema náttúrulega ef um vírus er að ræða ;)).