Mjah, ég virðist hafa skilið þetta öðruvísi en nákvæmlega allir sem hafa svarað þér hingað til. Hinir gera ráð fyrir því að þú hafir aðgang að UNIX skel og sért að telneta þig inn á hana, og IRCa þaðan. Ég ætla ekki að gera það, vegna þess að þeim spurningum hefur þegar verið svarað, og ég held að þú sért að meina að telneta þig beint inn á IRC þjóninn (væntanlega irc.isnet.is) á port 6667 og IRCa eins og karlmenni.
Til að hafa það á hreinu, er forritið “telnet” til á nákvæmlega hvert annað og einasta stýrikerfi á plánetunni sem á annað borð kemst á Internetið yfirhöfuð (og ég hef ekki séð eitt einasta slíkt borðtölvukerfi).
Allavega. Ef þú vilt (af einverjum pervískum aðstæðum) IRCa í gegnum plain-ass, venjulegt telnet forrit, þá geturðu gert það á eftirfarandi hátt.
Þú opnar forritið “telnet”. Telnet-forritið þitt styður væntanlega í stillingum einhvers staðar, “local echo”. Þú skalt hafa hakað við það til að sjá hvurn fjárann þú ert að gera.
Þú tengist “irc.isnet.is” (geri ég ráð fyrir) á porti 6667. Það fyrsta sem þú gerir er (fyrir utan bandstrikin auðvitað):
—–
NICK eitthvad
USER eitthvad “” “” :Eitthvað
—–
Þá ættirðu að fá einhverja hellings gommu af bulli, þar á meðal MOTD (Message Of The Day). Og veskú, þú ert kominn á IRCið. Til að fara inn á rás gerirðu:
—–
JOIN #eitthvad
—–
En athugaðu nú það að þú sérð auðvitað allt sem fer fram, í sama glugganum. Þess vegna er þetta gjörsamlega fokking óþolandi að IRCa svona. Hvort sem þú ert að tala við manneskju eða rás, notarðu “PRIVMSG” til að tala. Dæmi:
—–
PRIVMSG eitthvad2 :Blessaður, ma'r! Hvað segirðu?
—–
Ef þú kannt að breyta mode-i á rás eða notanda yfirhöfuð með því að skrifa það í mIRC, kanntu það í telnet. mIRC-skiparnir eru skiljanlega mjög byggðar á þessum einföldu skipunum. Dæmi:
—–
MODE #eitthvad +o eitthvad2
—–
Þetta gefur notandanum “eitthvad2” OP-réttindi á rásinni #eitthvad.
Það *er* vesen að lesa allt sem kemur til þín, vegna þess að eins og ég sagði áður, kemur allt draslið auðvitað í sama glugganum (þar sem telnet styður ekkert nema venjulegan bloddí texta og stundum liti).
Ef þetta var það sem þú varst að meina, verði þér að góðu. Ef þetta var *ekki* það sem þú varst að meina; Endilega reyndu að vera skýrari næst. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is