Ég veit ekki um neina sérstaklega góða bók til að læra Python. Við erum með 3 Python bækur í vinnunni og okkur hefur tekist á ná ágætis færni í Python, enda notum við Python mjög mikið. <p>
Þær 3 bækur sem við eigum eru, Programming Python (2 útgáfa), sem er ágæt. Dæmin í henni eru dáldið undarleg og stór hluti hennar er copy/paste úr python documentation. Python Programming on win32 er bók sem fjallar um win32 extension fyrir Python. Góð ef þú vilt forrita sérstaklega í windows, en kannski ekkert sérstök til að læra Python. Þriðja bókin er Python essential reference sem er uppflettirit, eflaust ekkert voðalega góð til að læra af, en mjög gott að hafa við hendina. <p>
Það er eflaust ekki mikið gagn í ráðum mínum, en ætli kjarninn sé ekki að þú þarft ekkert bók til að læra Python. Þetta er svo vel hannað forritunarmál að það er hægt að ná góðum tökum á því með því efni sem er til á vefnum, t.d. á www.python.org
<p>
Ef þú strandar á einhverju getur þú svo prófað að spyrja á þessum vettvangi, ég er viss um að ég eða aðrir geta aðstoðað þig eitthvað. <p>
Matti