Hefur einhver hérna forritað með libraryinu Qt í X Windows (UNIX)? Og ef svo er, hefur viðkomandi prófað að vistþýða forritið á Windows?
Ég er að lesa mér til um Gtk+ í augnablikinu, eftir að hafa getað búið til mjög krúttlegt Qt/KDE forrit án hjálpar forritunarumhverfis, en ég er að spá í því að halda mér við venjulegt Qt ef svo vill til að ég fæ mjög léttilega stuðning fyrir Windows.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is