Bara svona smá pæling sko:
1. Filesystemið sem slíkt hefur lítið að segja í þessu máli, heldur það að það eru ekki sömu leiðir í samskiptum við stýrikerfin til að nálgast filesystemið (skiptir forritin oftast minnstu máli hvernig filesystem er síðan útfært, sbr. NTFS vs. FAT/FAT32).
2. Binary á Windows og Linux er eins, enda um sömu örgjörvana að ræða (í flestum tilfellum allavega).
3. Ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að keyra forrit fyrir Windows/dos beint á Linux, er samskipti við ólík stýrikerfi. Það að fá úthlutað minni er t.d. ekki eins í Linux og Windows. Það er hins vegar hægt að keyra Windows/dos forrit á Linux í svokölluðu boxi eða vernduðu umhverfi, ekki ólíkt því sem Windows NT/2000/XP gerir við DOS forritin.
4. Það er vel hægt að þýða forritskóða þannig að hann keyri á Linux/Machintosh/Whatever, þó svo það sé gert á Windows vél. Umhverfið sem þú notar þarf bara að bjóða uppá það - og það var held ég upphaflega spurningin. Því miður þekki ég ekki þetta Dev-C++, þannig að ég get ekki svarað spurningunni sjálfur - en tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu, bjóði tólið upp á það á annað borð. Að sjálfsögðu gildir þetta sem áður hefur verið nefnt, að það er ekki hægt að nota Windows specific API köll, sé ætlunin að þýða forritið fyrir Linux, eða annað stýrikerfi. Að því sögðu, er nokkuð ljóst að það eru aðeins s.k. consoleforrit sem raunhæft er að ætla að geti þýðst óbreytt á milli ólíkra stýrikerfa.
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001