Sæl veri fólkið,
Ég hef nú hrökklast yfir í .NET forritun þar sem gamla góða VB 6.0 er illkeyranlegt á PocketPC.
Ég þarf að afrita eina skrá frá A til B á handtölvu og með gamla VB hefði þetta verið um það bil 3 línur í kóða.
Hins vegar hefur mér nú tekist að gera að skrifa 40 línu kóða í .NET sem “afritar” skrána yfir í tóma skrá á nýja staðnum. Sem sagt ekki mjög gagnlegt! Er til eitthvert “native” object sem gerir þetta þægilegt eða er þetta eitt af snilldarbrögðum M$ til að hindra afritun ;)?
kv, P