Þá ættir að vita hvernig þetta er gert ;)
Þegar þú lest svarið frá http serverinum, þá veistu væntanlega að fyrstu línurnar sem þú lest eru headerinn, header og content er semsagt aðskilið með tómri línu. Einhver af þessu línum byrjar vonandi á “Content-Length:” og stærðin í bætum fylgir á eftir. Ef þessi lína er ekki, þá hefur http serverinn ekki sent þér stærðina á skránni.
En ég geri ráð fyrir að þú sért frekar að nota eitthvað eins og WinInet til að sækja þetta, þá þarftu að búa til HTTPQueryInfo object, eitthvað í þessa áttina:
LPVOID lpBuffer = null;
DWORD dwSize = 0;
HttpQueryInfo(hRequest, HTTP_QUERY_RAW_HEADERS_CRLF, (LPVOID)lpBuffer, &dwSize, NULL);
Þetta kall ætti að skila til baka villunni ERROR_INSUFFICENT_BUFFER, sem er alveg eðlilegt, en dwSize ætti að innihalda núna Content-Length. Athugaðu að hRequest þarf svo að vera handle á HttpOpenRequest object.