Þú þarft að nota sockets í það.
Ef þú kannt þá ekki, mæli ég með www.hal-pc.org/~johnnie2/winsock.html
Þetta tutorial er aðeins fyrir windows.
En allavega, þá eru nokkrar leiðir. Einfaldasta er bara að nota GET skipunina á port 80.
Segjum að þú myndir vilja ná í mynd frá www.hugi.is/mynd.jpg
Þá myndiru tengjast við www.hugi.is í port 80, senda boðin “GET /mynd.jpg\n\n”, og þá sendir hugi til baka, annað hvort error um að þessi mynd finnist ekki, eða bara myndina sjálfa.
Þá myndir þú taka við myndinni inn í buffer, og síðan skrifa bufferinn sem file í binary mode(Nauðsynlegt fyrir myndir).
Þetta gæti hljómað svoldið erfitt, eða einfalt, hef enga hugmynd um hve mikla kunnáttu þú hefur á C++, en ef þig vantar hjálp, þá geturu bara sent mér skilaboð.