Tölvunarfræði = Stærðfræði (1. ár) og síðan stærðfræði og forritun (viðmótshönnun og forritun). Farið í ASM forritun en mest gert í C++ og Delphi (þegar ég var þarna 97). Þarna er kennt að búa til “sniðug” föll þ.e.a.s. stuttar en effectífar leiðir að lausn vandamáls. s.s. quick Sort, listameðhöndlun, helmingunarleit o.m.fl. sem nýtist manni mjög vel þegar maður fer að forrita hitt og þetta á vinnumarkaðinum. Maður lærir að hugsa rétt og skipuleggja cóðann sinn vel og lendir alltaf sjaldnar og sjaldnar í vandræðum með að hugsa út fall skv. vandamáli sem maður fær uppí hendurnar.
Kerfisfræði = Bull. :P (ég veit lítið sem ekkert um kerfisfræðikennsluna í Háskóla Reykjavíkur.) Eitt veit ég um starfsheitin “Tölvunarfræðingur” og “Kerfisfræðingur”: Tölvunarfræðingur er lögverndað starfsheiti og þú getur ekki “verið” tölvunarfærðingur nema eftir að hafa klárað tölvunarfræði í Háskóla. Kerfisfræðing geta allir kallað sig, jafnvel þó þeir kunni ekkert á tölvur. (Þetta var svona síðast þegar ég vissi en það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta hefur breyst).<br><br>-[GGRN]daXarinn