Hvaða… forrit? Meinarðu, hvaða þróunarumhverfi? Eða meinarðu hvaða compiler notum við? Eða hvaða library notum við? :) Vera aðeins nákvæmari, comrad.
Ég hef sjálfur ekki nennt að púkka upp á apaganginn sem kallast í daglegu máli Windows, en ég hef verið að stúdera C++ á Linux og líkar mjög vel við. Í Qt/KDE hef ég verið rétt aðeins að príla mig fram úr textaritlinum SciTE (sem er ÆÐISLEGUR og er meira að segja til fyrir ykkur Windows-apana á scintilla.org) og farið yfir í KDevelop, en ég nota það eiginlega bara þegar ég er að forrita með Qt/KDE libraryin, sem eru GUI library fyrir UNIX af bestu gerð.
Ég er núna að læra að nota Gtk+, sem er ögn flóknara en Qt/KDE og er ég því enn á textaritla-stigi hvað þá varðar, en ég hugsa að ég haldi áfram að nota KDevelop sem þróunarumhverfi… eða gIDE + Glade. Sé til, bara.
Þess má geta að KDevelop gerir ekkert fyrir þig. Þú teiknar ekki bara glugga og drasl inn í hann eins og í t.d. Visual C++ og Delphi. Enda kennir það manni ekki neitt, og krefst þess þá að maður hafi þennan eða hinn hugbúnað á því platformi sem maður ætlar að keyra hugbúnaðinn á.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is