Já, það hef ég gert. Þar sem ég er formlega menntaður í
tónlist og með mikinn áhuga á raftónlist og tónsmíðum af
tilraunakenndu tagi þá var Csound eitt af því sem beinast lá
við að prófa þegar ég uppgötvaði það á sínum tíma.
Því miður hef ég ekkert unnið með það lengi. Ég hef allt of
lítinn tíma til að sinna tónsmíðum og tónlistargrúski vegna þess
að ég starfa ekki lengur sem tónlistarmaður heldur forritari.
En að ævisögunni frátaldri, já, Csound er frábært forrit :)
Frábært vegna þess að það veitir þér tól sem gera þér kleift að
gera allt það við hljóð sem hægt er að gera við hljóð með aðstoð
tölvu. Þá er ég að meina bæði hljóð í bókstaflegri merkingu
(t.d. í sambandi við hljóðrannsóknir og prófanir) og tónlist.
Að nota Csound krefst þess ekki endilega að forrritunarkunnátta
sé til staðar (þó vissulega sé betra að hafa haft einhver kynni
af forritun) en mun æskilegra er hinsvegar að hafa a.m.k.
einhverja þekkingu á hljóðfræði (og jafnvel eðlisfræði),
vegna þess að til þess að skilja hvernig þau tól sem Csound
bíður upp á virka og afhverju þau er eins og þau eru þá þarf að
skilja eðli hljóðsins.
Að ofansögðu getur þú eflaust ráðið að það má í flestum tilfellum
gera ráð fyrir því að það taki mjög langan tíma að læra á forrit
eins og Csound og sú er yfirleitt raunin. Sé maður hinsvegar
tilbúinn að leggja slíkt á sig til að geta bókstaflega laggt
hljóðheiminn að fótum sér þá er það vissulega þess virði.