Ég er Linux-nörd, og ákvað að læra C++ með því að forrita á Linux. Ég sé ennþá ekki eftir því. Ég er farinn að geta skrifað einföld GUI forrit með textaritli í Linux, og þetta gerði ég með því að læra á classasafnið Qt/KDE. Qt er til fyrir Windows líka, svo ég gæti (ef ég borgaði Trolltech einhverja smáaura) forritað fyrir Windows líka, í C++.
Þú ferð á
http://developer.kde.org. Þar finnurðu æðislega tutoriala, frábært uppflettikerfi fyrir Qt/KDE classasafnið, en eins og ég segi… skilyrðið fyrir því að þú lærir þetta svona er að þú hafir Linux uppsett, og Qt/KDE libraryin.
Vona samt að þetta hjálpi. Þetta hjálpaði mér. :) Ég kunni PHP, Delphi, QBasic/VBasic, eitthvað í Perl og eitthvað í Java áður. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju, en þá er það varla eitthvað sem skiptir máli. Maður sem kann á Basic og eitthvað í Java ætti allavega að geta lært þetta. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is