Já það er hægt, og eru nokkrar mismunandi aðferðir við að gera það. Tildæmis í C/C++ er skipunin system() sem virkar á sama hátt í öllum stýrikerfum á öllum platforms. Sú skipun notar einfaldlega skipanatúlk stýrkerfisins til að keyra þá skipun sem gefin er í streng parameter. Ef þú ert t.d. á windows getur þú búið til forrit sem keyrir notepad með því að láta það innihalda línuna system(“notepad.exe”);
Svo eru til líka yfirleitt til sértækar API rútínur í hverju stýrikerfi fyrir sig sem eru ætlaðar til að keyra forrit.