Það er hægt að svar þessari spurning bæði á flókinn hátt og einfaldann hátt.
Einfaldi hátturinn: Í Windows Explorer getur maður farið í “Tools” og valið þar “Folder Options…” þar velur maður síðan flipann “File Types”. Þá byrtist í glugganum listi yfir “Registered file types”. Leitaðu af TXT í “Extensions” listanum og þá sér maður að þessar skrár eru opnaðar með Noteðpad. Hægt er að breyta því með því að smella á Change. Einnig er hægt að búa til nýjar tengingar milli skráar endingum og forritum.
Flókni hátturinn: Í Windows Registry eru færslur sem tengja saman skráar endingar og forrit sem eiga að opna þær. Þessi tenging er aðeins flóknari en maður getur látið forritið sitt búa til þessa tengingar með því að skrifa beint í registrið. Samt er góð venja að athuga hvort eitthvað forrit er þegar skráð fyrir skráarendingunni og spurja notandan hvort hann vill breyta því. Með forritinu RegEdit getur maður skoðað þessar færslur. Undir rótar lyklinum “HKEY_CLASSES_ROOT” eru skrár endingar skráðar. Sem dæmi mætti skoða tengingu “.doc” við Word. Undir lyklinum “.doc” eru færslur sem benda á COM hlut og hlut sem heitir “Word.Documnet.8”. “Word.Document.8” er síðan önnur færsla undir “HKEY_CLASSES_ROOT”. Þar eru ýmsar upplýsingar um hvernig eigi að taka á þessari tegund af skrám. Ein undirfærsla er “shell” og þar undir er færslan “Open”. Með því að skoða nokkur dæmi um þetta ætti maður að geta áttað sig á þessu og búið til sína eigin tengingu.