Ég er að vandræðast með eitt, málið er að ég er að gera web application þar sem ég notast við masterpage lausnina. Ég er með eitt user control sem að heldur utan um lookið og er svo með placehoder-a þar sem ég load inn því sem við á.
Allar aspx síður erfa frá basepage klasa sem er í þessu masterpage dæmi, en sá klasi erfir frá Page, þannig get ég t.d verið með föll í þessum basepage klasa sem ég vil að séu aðgengileg öllum öðrum síðum. Einnig er ég með tilvik af öðrum klösum í þessum baseklasa sem new-ar þá og þannig hef ég aðgang að þeim frá öllum öðrum síðum og þarf ekki að new-a þá í tíma og ótíma.
Vandamálið kemur hinsvegar upp þegar ég er með User control síður sem erfa frá System.Web.UI.UserControl, ég má nefnilega ekki láta þær erfa frá basepage klasanum og þá eru allar þessar pælingar hjá mér orðnar að engu.
Veit einhver hvort hægt sé að láta user control síðunar erfa frá 2 klösum, ég held að ég sé 99% vissum að það sé ekki hægt að láta klasa erfa frá 2 öðrum eins og í java, ekki nema þú sért með interface.