Þetta er bara svo algeng spurning að menn eru hættir að nenna að svara henni. Eftirsóttur korkur… já, reyndar er hann það. :) Prófaðu að skoða pósta sem þegar eru komnir inn. Menn nenna ekkert að svara sömu spurningunni í tíu þúsundasta skiptið.
Ég vænti þess að þú sért á Windows, þar sem þú tekur ekki annað fram.
Mjög góður byrjunarpunktur er Delphi. Delphi er í raun Pascal á sterum og er með bæði þægilegt og auðnotað viðmót. Þú ert 15 ára gamall samkvæmt Huga svo ég ætla ekki að blekkja mig með því að ráðleggja þér að kaupa það, svo þú verður líklega að stela því einhvers staðar.
Það sem þú getur einnig gert, er að læra Java. Að læra Java fyrst, hinsvegar, mæli ég ekki með. Java er *fokk*hægvirkur andskoti, en hefur upp á margt sniðugt að bjóða. Ég get engan veginn mælt með því að menn læri einungis Java, en heldur engan veginn mælt gegn því að menn læri Java ásamt einhverju öðru.
Það sem þú skalt *ekki* gera, er að fara í ASP eða Visual Basic. Ef þú gerir það, þarftu eiginlega að læra að forrita upp á nýtt þegar þú síðan snýrð þér að almennilegu forritunarmáli.
Ef þú ert hrikalega duglegur geturðu svosem byrjað á C. Á Informit.com ættirðu að geta fundið C-bækur sem þú getur lesið frítt af Netinu, og þá þarftu bara C compiler, sem ég veit ekkert hvernig þú ættir að redda þér frítt fyrir Windows.
En allavega, ef þú vilt eitthvað mjög öflugt en einfalt, sem býr þig undir aðra forritun, þá verð ég að mæla með Delphi.
Eitt má vera á hreinu frá byrjun; Þú MUNT þurfa að lesa. Helling. Leti við að lesa er í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir hluti sem hindra menn í að læra eitthvað meira en common knowledge varðandi tölvur. Síðan er aftur á móti spurning um *hvað* þú átt að lesa. Það mun alltaf vera spurning ef þú vilt ekki kaupa þér bækur. En ég bendi aftur á Informit.com, þar er sérstakt horn undir fríar bækur sem þú getur lesið á netinu án endurgjalds. Einnig verða usenet og IRC seint ofmetnir fróðleiksbrunnar.
Vona að þetta hjálpi.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is