Ef þú ert algjör byrjandi og ætlar að læra þetta á eigin spýtur ráðlegg ég þér að fá þér Turbo Pascal. Pascal forritunarmálið var sérstaklega gert í þeim tilgangi að nota það til að kenna forritun. Það er að vísu ekki eins öflugt og C++ en þegar þú ert búinn að ná tökum á grundvallaratriðunum er minna mál að læra annað forritunarmál eins og C++.
Pascal hefur verið kennt við framhaldsskólana (Turbo Pascal frá Borland) og til er kennslubók um það á íslensku (“Forritun í Turbo Pascal” eftir Davíð Þorsteinsson). E.t.v. getur þú fengið hana lánaða á bókasafni eða hjá einhverjum sem er hættur að nota hana. Margir eiga líka Turbo Pascal forritið og raunar er hægt að nálgast útgáfu 5.5 af því ókeypis og löglega á netinu hér:
http://community.borland.com/museum/Þetta er alveg nógu gott til að byrja með, ég held að nýjasta útgáfan sé 7.0 en öll aðalatriðin eru með í þessari útgáfu. Þarna er hjálparskrá og hluti af handbókinni en því miður bara á ensku. Víða á netinu er svo kódi og forrit, t.d. hér:
http://garbo.uwasa.fi/pc/turbopas.htmlEn ath að í þessu kerfi er maður bara að skrifa einföld forrit sem t.d. margfalda saman einhverjar tölur sem þú slærð inn. Takmarkið er bara að skilja hluti eins og ýmsar gerðir breyta (strengur, heiltala, rauntala, Boolean), fasta, reikniaðgerðir, skáakerfi, opna skrár, skrifa í þær, loka þeim. Sem sé grundvallaratriðin, þá kemur hitt síðar.
Til er mjög öflugt afbrigði sem heitir Object Pascal og er það í Delphi forritunarkerfinu og með því er hægt að skrifa mjög flókin forrit af nánast hvaða tagi sem er.
Maður getur í sjálfu sér skrifað kóda forritsins í Notepad en venjulega eru forritunarkerfin með editor sem maður skrifar kódann í. Síðan er nauðsynlegt að þýða það sem maður skrifar yfir á það form sem tölvan skilur (.exe skrá) þegar maður er tilbúinn. Þetta er kallað að compilera og foritið sem gerir það er kallað compiler. Svo er gjarnan með svokallaður debugger sem eða kembiforrit til að leita að nota við að leita að villum í forritinu. Þessir þrír þættir, editor-compiler-debugger eru oft samtengdir í svona forritunarkerfum þannig.
gangi þér vel