Aquatopia mælir sannleikann. VNC er prýðilegur kostur, sem er einmitt open-source sem þýðir að þú mátt nota og dreyfa VNC eins og þér andskotans sýnist. Þægilegt er einnig við VNC að græjan sem er notuð til að skoða remote skjáinn, er til sem Java applet, sem þýðir að þú getur horft á vélina í gegnum IE eða Netscape eða hvað sem þú fílar.
En þú segist ekki vita hvar þessi póstur eigi heima, og ég verð að vera sammála þér þar. Hér eru til áhugamálin Linux, Forritun og Vélbúnaður sem öll virðast virka bara mjög vel, svo það er alveg spurning um að fara að leggja til að búið yrði til áhugamálið “Windows” undir svona dæmi. Þetta er frekar algengt, bæði á Vélbúnaður, Forritun og jafnvel Linux, að menn poppi upp með spurningar sem koma Vélbúnaði, Forritun og Linux nákvæmlega ekki neitt við.
Hvað segir þú, félagi og bróðir Aquatopia?<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is