Held að NTV verði með námskeið í ASP.NET einhverntíman á vorönninni hjá sér … það er hluti af kerfisfræðinni - en það er hægt að taka það sér, eða það var hægt síðast …
Ég hef setið ASP.NET hjá þeim, þetta voru uþb 10 kvöld ef ég man rétt, ágætis yfirferð og mjög skemmtilegt bara, amk lærði ég alveg helling.
Þegar ég tók þetta var líka lokaverkefni í ASP.NET sem var held ég ætlað fyrir þá sem voru í kerfisfræðinni, en við sem tókum bara ASP.NET fengum að taka þátt í því líka … og það var alveg ljómandi fín þjálfun.
Mér fannst ég vera bara nokkuð fær áður en ég sat þetta námskeið, hafði verið að fikta við HTML og ASP í soldinn tíma, en ég lærði alveg heilan helling - sérstaklega var þó erfitt að venja sig af öllum vitleysunum sem maður hefur bitið í sig - og eins að ná þessum .NET hugsanahætti við vefsíðugerð.
Má kannski draga muninn saman í það að í ASP var maður alltaf að skoða hvað var verið að biðja um og reyna að grípa það og höndla einhvernveginn (í gegnum GET eða POST)
Í ASP.NET er maður hinsvegar að bregðast við atburðum - í raun alveg eins og þegar maður skrifar forrit í gluggaumhverfi
Maður útfærir því button_click og page_load og svona :o)
kv,
ZorgX