Þetta er í sjálfu sér áhugavert, en nokkuð vonlaust verkefni samt sem áður.
Það er í sjálfu sér ekki erfitt að skrifa hugbúnað sem droppar öllum pökkum sem koma frá ákveðnum ip-tölum, eða jafnvel frá ekki ákveðnum ip tölum, en gallinn við það er að pakkinn er þegar kominn til notanda þegar droppun á sér stað og þar af leiðandi gjaldmæling búin að tikka.
Svona hugbúnaður þyrfti að vera til staðar hjá netþjónustunni til að virka almennilega, en ég tel litla möguleika á þeir hafi áhuga á að bjóða upp á slíkt.
Svo er nokkuð víst að lítið mál er að slökkva á þessum hugbúnaði ef hann verður smíðaður þannig að ef unglingurinn á heimilinu ætlar að dl einhverju, þá er í sjálfu sér erfitt að stoppa það.
Held það væri vænlegra að athuga hvort routerinn sem viðkomandi er með getur ekki á einhvern hátt séð um þetta.
Einnig finnst mér spurning hvort öll utanlands traffík sé óvelkomin, viltu gera MSN óvirkt eftir þennan tíma? Eða eiga einhver forrit að vera undanskilin, ef svo er þá er complex factor forritisins aukinn um hundraðfalt.
Að síðustu er nokkuð víst að sárafáir eða enginn myndi greiða fyrir svona hugbúnað sem gerir það að verkum að það er ekki spennandi að dempa sér í þróun á honum. Ég sé allavega ekki fyrir mér íslendinga greiða fyrir svona hugbúnað, frekar en fyrir stýrikerfin á tölvunni sinni eða hvað annað. Þetta forrit yrði líka vonlaust á erlendum markaði þar sem að ef magnmæling er á, þá er hún á raunhæfu verði en ekki með hundruðum % álagningu eins og ég tel öruggt að íslensk netfyrirtæki eru með.
Allavega kostar megabætið innan við hálfa íslenska krónu hjá þeirri netþjónustu sem ég er með, og hún fer í gegnum Cantat-3 strenginn, ef ég kýs að hafa magmælingu.