Hæ, hó

Ég er nýlega byrjaður að vinna með gagnagrunnstengdar síður
og er að fara að setja upp síðu sem á að vera fyrir fréttabréf sem kemur út ca. 1-2 í mánuði.

Hún á að vera þannig að sá sem sér um fréttabréfið geti gert þetta allt sjálfur án þess að ég komi nálægt því.

Málið er það að ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig best
er að gera þetta.
Það kæmi til greina að gera þetta sem eina síðu sem birtir t.d bara 10 fréttir en mig langar að hafa sama form og er á þessu
núna. Þá kemur þú inn á síðu fréttabréfsins og sérð þar lista
með nýjustu færslunni efst.

Ég hafði hugsað mér þetta sem eina síðu þar sem gögnin eru sett
inn og hún myndi uppfæra þessa forsíðu og mynda fréttabréfið.

Það sem ég er að vandræðast með er hvernig best væri að setja
þetta upp í töflu/töflum og tengja á milli.
<br><br>#3723
Over&Out
Kv. svg