Ég þekki lítið til í HíR og NTV, en í HÍ er hægt að fá rétt inn á Verk- og Raun með því að taka einhver undirbúningsnámskeið í eðlis- og stærðfræði (það var allavega þannig).<p>
Persónulega finnst mér ekki rétt að láta sífulla bólugrafna 16 ára unglinga (vorum við ekki öll þannig) þurfa að ákveða hvað þeir ætla að gera í lífinu með því að velja sér námsbraut í framhaldsskóla, það eru fáir sem fara aftur í framhaldsskóla fyrir hentugri braut þegar útskrift er lokið.<p>
Annars er gaman að segja frá því að með mér útskrifaðist einn af mála- eða félagsfræðibraut (úr tölvunarfræði HÍ) sem hafði farið gegnum námið með glans og ekkert vesen. Hann hafði farið inn bakdyramegin, þ.e. byrjaði í sálfræði og skipti yfir í tölvunarfræði, tók með sér nokkrar einingar og var kominn inn í skólann þá þegar.<br>
Síðustu dagana fyrir útskrift frétti ég af honum leitandi sér að upptökuprófum í einhverjum náttúrufræðiáföngum í framhaldsskólum í höfuðborginni því hann hafði í raun ekki rétt á því að byrja í tölvunarfræði, samt var hann búinn með hana :)<p>
Við val á námi er þetta eins og annað, gæðin eru í réttu hlutfalli við tíma,<br>
lengra nám->betra nám->big cash <br>
styttra nám->fyrr út á vinnumarkaðinn->fast cash<p>
Annars valdi ég HÍ fram yfir HíR vegna skólagjaldanna, mig minnir að HíR hafi verið 2X- eða 3X dýrari þá (og HÍ var í göngufæri heiman frá mér).<p>
Massi