Takk fyrir svarið. Ég er aðallega að spá í þessu í sambandi við hraða. Eins og flestir vita eru java forrit venjulega keyrð á Java sýndarvélinni. Þetta er hægvirkara en að keyra forrit beint á máli örgjörvans.
Svo er til eitthvað aðeins hraðvirkara sem heitir Just-In-Time compiler, sem þýðir hvern klasa yfir á vélamál áður en forritið sem notar hann, notar hann í fyrsta skipti.
Það sem mig langar í er stundum kallað Way-Ahead-Of-Time compiler, sem þýðir klasa endanlega yfir á native vélamál. GCJ er svona compiler, en hann er bara á linux.
Meiri umfjöllun um þetta er t.d. á
http://www.linuxjournal.com/article.php?sid=4860Hefur einhver notað GCJ? Mér þætti gaman að vita hvort þetta er að virka. Annars er ég hættur að nenna að spá í þessu.