Ef mér skjátlast ekki þá er það ekki hægt. Ef ég man þetta rétt þá er asp module-inn ISAPI module en Apache styður hann ekki heldur NSAPI eða eitthvað álíka, og ef þú ert að hugsa um þetta frá linux vél þá þori ég að fullyrða að þetta er ekki hægt.
Einhvern tímann var reyndar til eitthvað sem hét ChiliASP sem var hægt að nota undir Apache og Linux en ég held að það sé löngu dáið project, enda var það rándýrt.
Ef þú ert ekki tilbúinn til að nota IIS þá mæli ég með því að þú skoðir
http://www.php.net/ og notir það, það er ekkert lakara en asp.
(En ef þú ert slyngur forritari og virkilega vilt nota asp undir linux, þá er ekkert í sjálfur sér sem bannar að þú skrifir cgi forrit eða apache module sem svo kallar í asp.dll og lætur parsa scriptið, en mér finnst þetta fullmikil vinna fyrir lítinn ávinning).