Ótrúlegt að enginn hafi byrjað að væla hérna “Java er framtíðin! Mímímí!” ;)
Sem er ágætt, vegna þess að eins og kunnugir vita er margt annað framtíðin, þó að Java sé auðvitað snilld og allt það. :) Málið er að ekkert eitt forritunarmál er “framtíðin” í alla tegund af vinnslu.
Til dæmis væri einfaldlega fávitaskapur að ætla að forrita eitthvað sem ætti að vera hraðvirkt í Java. Einnig væri fávitaskapur að forrita eitthvað í Delphi sem ætti að vera portanlegt.
Ég nenni ekki að spá um framtíðina vegna þess að hún er svo óviss. Ég veit að nútíminn er C og C++, og er það engin spurning.
Viltu gera Windows-specific forrit sem þarf að tala við IIS og COM objecta og Registry og eitthvað kjaftæði? Taktu hrábjóðinn Visual Basic (og ASP í vef).
Viltu gera console forrit sem á að reikna út pí eins hratt og mögulegt er en þarf samt að vera portanlegt? Taktu C.
Þarftu að gera forrit sem talar við serial port á x86 vél og birtir ljós á einhverju vídjótæki eða eitthvað? Taktu Assembler.
Viltu gera flott forrit sem þarf að hafa alla helstu eiginlega nútímaforrita, svosem valblöð og takka, myndir og texta og liti og stöff, en þarf jafnframt að vera sem mest portanlegt og hraðinn er ekki fyrir öllu? Taktu Java.
Það sem er best að gera, er að ákveða hvað þú ætlar að gera á næstunni, og velja forritunarmál út frá því. Ef þú ert byrjandi og á Windows mæli ég eindregið með Delphi, sem er mjög öflugt en jafnframt tiltölulega einfalt forritunarmál. Eftir það ættirðu að geta farið yfir í C, sem er pjúra snilld og actually *nýtir* tölvuna, ólíkt t.d. Java. Einnig keyrir C á öll platform sem ég hef jafnvel heyrt um, ólíkt Java (ennþá).<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is