Það er til hellingur af góðum bókum um MFC forritun auk þess sem www.codebuilder.com er með full af MFC dæmum. <p>
En varðandi MFC, þá er MFC margir hlutir! <p>
Í fyrsta lagi, þá er MFC wrapperar utan um windows hluti. Þannig hefur þú CWindows, CDialog, CButton og fleiri hluti til að auðvelda gluggavinnslu. Það er mun þægilegra að gera hluti eins og að teikna í glugga með MFC heldur en í hráu WIN32 (þó það sé ekkert mjög erfitt) DDX dótið í MFC er snilld.<p>
Í öðru lagi er MFC klasasafn, með strengjaklasa, collection klösum. Ég mæli ekki með því að þið venjið ykkur á að nota þá. Notið frekar STL sem er nú í C++ staðlinum. Microsoft setti þetta inn í MFC af illri nauðsyn.
Auk þess eru database klasar, COM wrapperar, þráða klasar og fullt af öðru dóti.<p>
Í þriðja lagi er MFC Application Framework. Það hefur ýmsa kosti. Þetta er ágætis document->view högun og ef maður lærir vel á það er hægt að gera ótrúlega öflug forrit á einfaldan máta. Gallinn við þetta er kannski að ef þú notar document->view ertu dáldið fastur í því.
<p>
Svo ég dragi þetta saman. Ef þú vilt læra MFC, fáðu þér góða bók, skoðaðu codebuilder.com og fleiri vefi.
Helsti kostur MFC er að Visual Studio umhverfið styður það vel. Þú getur notað ClassWizard til að tengja atburði við kóða og stilla af eiginleika hluta.
En það er fleira til en MFC. T.d. eru til ATL wrapperar sem leysa fyrsta liðinn hér á undan alveg af. ATL wrapperarnir eru mjög öflugir en Visual Studio hjálpar manni ekki alveg jafn mikið að nota þá. Kosturinn við ATL umfram MFC er að ATL er mun léttara, þ.e. forritin verða minni og hraðvirkari. ATL er einnig notað til að wrappa com hlutum. STL leysir collection klasana, strengina og það dót af. Og ef þú lest bókina Design Patterns eftir Gamma og félaga ætti ekki að vera mikið mál fyrir þig að skella upp document-controller-view forriti. <p>
Matti