Flestir leikir eru forritaðir í C++ eða C. Einnig man ég að Age of wonders (minnir að hann heitir það) var gerður í Delphi. Netleikir eru flestir gerðir í Java eða Flash.
En mín skoðun er sú að ef þú kannt eitthvað forritunarmál (ekki script mál) þá átt þú að nota það mál til að gera þinn leik, ef það er það sem þú ert að hugsa um. Þáttur forritunarmálsins í leikjum er sífellt að fara minnkandi þar sem skjákortin og fleiri vélbúnaður er farinn að styðja inn og þessi API sjálft, svo sem Open Gl og DirectX.