Ég held þú skiljir mig ekki. ASCII er staðall. Þar segir að A er 65, B er 66 … Z er 90, a er 97… z er 122, 0 er 48, 1 er 49. Allar tölvur og stýrikerfi sem ég veit um fylgja staðlinum um bókstafi, tölustafi og greinarmerki. Þar sem ASCII er gamall staðall um flutning á texta þá segir hann ekkert um F-takka, eða örvatakka - því að það er ekki hluti af texta. F-takkar og örvatakkar eru útfærðir annað hvort af forritunarmáli, stýrikerfi eða Guði - ekki veit ég það - og því þarf að fletta upp ef maður ætlar sér að nota slíkt. Í Pascal eru greinilega örvalykklarnir útfærðir sem Ctrl+H fyrir upp, Ctrl+P niður, Ctrl+M hægri,Ctrl+K vinstri.
En þú getur treyst því að A er 65 í ASCII og að 0 er 48. Það var það á fyrstu tölvunni minni fyrir 20 árum síðan, og er það sama á þessari vél. Þannig að þú hefur megin hlutan af lyklaborðinu á slóðinni sem ég gaf þér upp (að vísu í hexi). Það getur munað einhverju á einhverjum prentaratáknum og svoleiðis. Þú getur athugað þetta með því að spóla í gegnum öll 256 ASCII gildin með því að birta chr(0) til chr(256). Þá áttu bara eftir að finna mjög sérhæfða takka eins og F-lyklanna - ég myndi prófa Ctrl+1 fyrir F1 eða chr(0)+chr(49) - bara wild guess.