Microsoft mun ekki styðja Java í næstu útgáfu Internet Explorer
25.01.2001
Eftir málaferli Sun og Microsoft þar sem Microsoft þurfti að greiða 20 milljónir bandaríkjadala fyrir notkun á Java í sínum hugbúnaði hafa erjurnar þar á milli aukist.
Microsoft hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki ætla að láta Java Sýndarvélina (Virtual Machine) fylgja með útgáfu 6.0 af Internet Explorer. Það myndi gera að verkum að netverjar yrðu að hlaða niður pakkanum frá Sun og setja hann sérstaklega inn.
Þessar aðgerðir Microsoft eru í takt við áætlanir þeirra um að breiða út notkun á nýja forritunarmálinu þeirra sem kallast C# (c-sharp) og hefur svipaða eiginleika og Java.
Þessar fréttir hafa vakið sterk viðbrögð hjá þeim 2,5 milljónum Java forritara um allan heim, og eru flestir sammála um að notendur og forritarar séu þeir sem tapað hafa í þessum slagsmálum Microsoft til að ná valdi á Internetinu.
Það skal tekið fram að þessi grein er tekin orðrétt af www.vefsyn.is
Hvað gera javamenn núna?
Elvar Þó