Sæll.
Ég fór í nám hjá NTV fyrir nokkrum árum, námið var alveg ágætt í sjálfu sér, þó það verði að athuga að þetta er stutt nám og þar af leiðandi ekki eins innihaldsríkt og nám í háskólum.
Auðvitað hjálpar námið eitthvað til við atvinnuleit í þessum bransa, en málið er bara í dag að það er meira framboð af vel menntuðum tölvunarfræðingum en eftirspurn og þar af leiðandi segir þetta lítið akkúrat í dag, en ég er handviss um að þetta breytist á næstu árum og góðir forritarar verða aftur að gulli.
Ef þú hefur kost á því að fara í háskólana (HÍ eða HR) þá myndi ég gera það miklu fremur, það er t.d. í HR eitthvað sem heitir nám með vinnu sem gæti verið sniðugur kostur fyrir þig ef þú getur ekki hætt í vinnu meðan á náminu stendur. En þetta nám er auðvitað þyngra og lengra, en ágóðinn líka eftir því.
Svo er vert að minnast á að NTV hefur að miklu leyti skemmt fyrir þeim sem útskrifast úr þessu námi með því að útskrifa nánast alla sem skrá sig, sama hversu mikla hæfileika þeir hafa. Þar af leiðandi eru mörg fyrirtæki í dag sem líta á fólk með pappíra frá NTV með gagnrýnisaugum.
En skólinn er góður, umhverfið er gott, frábærir kennarar, góður andi og hreinlega bara skemmtilegur tími sem ég átti þarna. Því miður hjálpaði þetta mér bara ekki mikið nema rétt fyrsta árið eftir útskrift, eftir það varð pappírinn minn einskis virði :(