Ég er algjör byrjandi í forritun. Ég hef verið að setja upp vélar, setja upp net, rátera, vesenast endalaust í tölvum síðan ég man eftir mér. Eitt sem mig vantar alveg er forritun. Ég kann ekki neitt.
Ég er 27 ára og er háskólamenntaður en langar núna að læra forritun. Ég byrjaði á því að fá mér Visual Studíó eftir að hafa verið bent á þann pakka. Gott og vel. Síðan keypti ég mér bók sem hét Win2000 programming Bible. Þegar ég var búinn að rífa utan af henni kom í ljós að þetta var bók sem var ætluð fólki sem kann C++. Djö….
Ég hellti mér í að finna kennslu á netinu en get ekki fyrir mitt litla líf fengið neitt af dæmunum þar til að keyra í Visual Stúdíó þó ég geri hreinlega Cut&Paste.
Ég vildi því spyrja ykkur snillingana. Hvar á ég að byrja? Hvaða Compiler? Hvaða bækur? Hvaðahvaða? Hvernig læri ég að forrita? Ég held að ég ætti að forrita í C++ enda sýnist mér flest spennandi vera forritað í því. Ef þið eruð með aðrar hugmyndir endilega viðrið þær.
Takk fyrir lesningu og svör.