Mig langaði að varpa fram smá spurningu. Málið er ég er hanna hugbúnað í Delphi (client og server). Þegar ég set upp clientinn á þá þarf ég að láta hann tengjast einhverjum af serverunum. Í stað þess að vita alltaf ip tölu td. á þeim sem ég vil láta clientinn tengjast, þá vil ég að ég geti ýtt td á Search og þá finnur clientinn alla servernana á netinu sem ég get tengst og ég get þá valið einn af þeim.
Hvernig er svona útfært, læt ég serverinn broadcasta einhverju signali eða…..
Samskiptin milli clientsins og serversins munu fara sem með UDP samskiptum ef það skiptir einhverju máli.
Með fyrirfram þökk,
Jóhann.