Þetta er allt spurning um hversu mikið þú vilt leggja á þig og hvar þú ert og hvert þú stefnir. Ef þú ert enn í skóla þá myndi ég mæla með því að verja góðum tíma í þetta til að ná góðum tökum á þessu. Ef þú ert hins vegar vinnandi maður og ert ekki að drukkna í tíma þá myndi ég byrja smátt í einfaldari forritunarmáli.
Þú gætir byrjað á Java, þá þarftu að ná í java sdk á
http://java.sun.com og ágætis bók um java má finna á
http://mindview.net/Books . Java er ágætt sem fyrsta forritunarmál og hægt að búa til einföld forrit frekar fljótt í því. Ég myndi hins vegar ekki byrja að svitna mikið yfir hlutbundinni forritun fyrr en þú hefur náð góðum tökum á málinu sjálfu.
Ég myndi bíða með c/c++ þar til seinna. Ég hef ekkert notað c# en syntaxinn er áþekkur c++/java (ekkert fleim frá c#-aulum!) og eflaust einfalt að pikka upp ef maður kann annað hvort málið.
Ef þú vilt bara fikta þá er PHP raunhæfur kostur, allt um php má finna á
http://www.php.net , bæði skjölun og forritið sjálft, væntanlega þyrftirðu líka að setja upp apache hjá þér til að geta gert eitthvað af viti. PHP er nær eingöngu notað í vefforritun og er ekki jafn stíft með tögun eins og önnur forritunarmál, helstu kostir eru hversu einfalt það er og hversu mikið af virkni (gagnagrunnar/myndvinnsla etc.) fylgir með grunndreifingunni.
Nokkur önnur forritunarmál sem væru fín til að læra eru: python, perl, pascal/delphi og Scheme (nei, ég er að grínast ekki reyna að læra Scheme upp á eigin spýtur sem fyrsta forritunarmál nema þú sért með heila á stærð við plánetu).
Kannski ég ætti að taka saman ruglið í mér. Java er fínt að byrja á ef þú villt læra “alvöru” forritun og bókin sem ég benti þér á er mjög góð. PHP er einfalt, sem þýðir að þú ert fljótari að læra á það en notkun þess er yfirleitt takmörkuð við vefforritun.
Ég vona að þetta hafi hjálpað eitthvað og skemmtu þér vel við böðlast í gegnum þetta.