Undirbúningur undir forritunarnám segirðu.<p>
Þótt ég viti lítið um HÍR get ég vel trúað að Verzló henti best.<p>
Til að undirbúa sig fyrir HÍ (eða erlenda háskóla) held ég að flestir framhaldsskólarnir bjóði uppá frambærilegar Náttúru- Eðlis- og/eða stærðfræðibrautir. Það er í raun allur unirbúningur sem þú þarft því hvernig þér gengur í náaminu er alfarið undir þér komið og hversu mikið þú ert tilbúinn að leggja á þig.<p>
Útskrift frá MR eða MA kemur sér ekkert betur en frá öðrum framhaldsskólum, alveg satt, en verið gæti að einhver af þessum tölvubrautum sem eru komnar í einhverja framhaldsskóla gætu undirbúið þig betur, en ekki er þó komin reynsla á það enþá.<p>
Ég tek undir með ibwolf, stærðfræði er mikilvæg og betra að hafa hana á hreinu, flestir kennarar í Tölvunarfræðiskori HÍ (ekki Tölvufræði, ADD :-) eru stærðfræðingar og kenna eftir því.<p>
Einnig er rétt hjá ADD að öll menntun og reynsla kemur sér vel í þessum bransa, bókhald mætti jafnvel vera einn af skylduáföngunum í þessu námi.<p>
Ekki góð heimspeki hjá mancubus að fikt skipti mestu máli, það dugir í bili en hver veit hvenær bransinn harðnar og þá vildi ég ekki vera gamall fiktari með ágæta reynslu í úreltum kerfum, nám er grundvöllur góðra vinnubragða og starfsöryggis.<p>
Massi<BR