þetta er eiginlega svoldið fyndið. Visual basic er líklega sísta forritunarmálið til að skrifa stýrikerfi í. Þó er alltaf spurning um hvernig þú ert að hugsa stýrikerfið.
Ég myndi segja að fræðilega séð sé ekki hægt að búa til stýrikerfi í visual basic, því til að keyra visual basic forrit þarf rauntíma keyrsluvél frá microsoft. Þú gætir reyndar, skrifað þína eigin rauntíma keyrsluvél (runtime engine), og þá keyrt upp visual basic forritið með henni, það myndi þó þýða að runtime engine:ið þitt þyrfti að vera skrifað í einhverju öðru forritunarmáli t.d. c++. Og ef maður horfir á það setup þá er runtime engine:ið stýrikerfið og visual basic forritið viðmót á stýrikerfið.
<br><br>[reynir]::[reynir@reynir.net]