Er að velta fyrir mér einu þessa dagana.. Í .NET Remoting, hvort ætli sé hagstæðara (hraða- og minnislega séð) að hafa fáa stóra remote klasa (fáir endpoints) eða marga minni (marga endpoints). Í þessu tilfelli er ég að tala um SingleCall klasa, en þessi umræða á að hluta til líka við um Singleton klasa.
Það sem er að veltast fyrir mér eru hlutir eins og:
* Client megin: Hvert er overhead fyrir mörgum remote klösum (margir endpoints) ?
* Miðlags megin: Er meira overhead við að smíða upp stök af litlum klösum vs. stórum klösum, jafnvel þó að bara það fall sem þú kallar á sé JITað (singleton) eða klasinn er JITaður í minni eftir þörfum og JITið lifir í einhvern skilgreindan líftíma (Singleton) ?
Arkítektúrlega séð finnst mér betra að smíða marga minni klasa en einn stóran, en ég fer alltaf að velta fyrir mér hvaða overhead er client megin við að hafa tilvísanir í marga remote klasa. Í raun eiga þessir “remote pointerar” að vera mjög litlir en hvað með aðra hluti sem eru “bakvið” tjöldin eins og proxar?
Endilega komið með ykkar álit og reynslu á þessum hlutum.. ég viðurkenni að ég hef ekki lesið Ingo Rammer bókina spjaldanna á milli en þó lesið slatta :)