Einhverjum finnst greinilega Visual Studio.NET Enterprise vera dýrt ef það kostar 200 þúsund kall. Mér finnst það reyndar bara ansi ódýrt. Þetta er náttúrulega atvinnutæki, og hvað þurfa margar aðrar greinar að borga fyrir sín atvinnutæki? 10 millur kannski fyrir vörubíl? Eða gröfu? Tala ekki um tækjabúnaðinn á sjúkrahúsum, hjá gleraugnasérfræðingum, tannlæknum, álfyrirtækjum etc.
Mér persónulega finnst þetta allavega ekki svo dýrt, sérstaklega með tilliti til þess hvað er innifalið í pakkanum.