Hmmm…
Ég á þetta forrit. Ég keypti það í EJS á Grensársveginum á nemendaleyfi. Það kostar 130.000 kr. venjulega en ég fékk 90% afslátt (á nemendaleyfi. Fyrir þá sem eru í skóla) þ.e.a.s. á 11.750 kr sem er náttúrulega bara kúkur og kanill. Visual Studio er svona stórt vegna þess að það er bókstaflega allt í því; C++, C#, BASIC, HTML, JAVA, Icon maker (hægt að búa til sín egin icon) cursor maker(hægt að búa til sína eigin bendla (músina)), svo er þetta líka teikniforrit, hægt að búa til svona setup fyrir forritin sín (fjöldi möguleika í því dæmi), svo er hægt að búa til database, endalaust af nújum tools, allt miklu einfaldara þegar maður er búinn að átta sig á umhverfinu, orð eins og If, or, and, not, nothing, get, as, is, me, boolean verða blá eins og í fyrri útgáfum en munurinn er sá að það gerist um leið og orðið er skrifað, svo stikast undir villuna um leið og þú gerir hana og ef þú ert búinn að skrifa nokkurþúsund línur af kóða nenniru kanski ekki að leita af villunni þá er gluggi í forritinu þar sem útskýring á villunum er og þú getur bara double-klikkað á það og þá á villan sér engrar undankomu auðið. Svo náttúrulega getur þú séð jafnóðum hve margar línur forritið er (sem er nýtt). Og að lokum má geta þess að þegar ég setti forritið inn hjá mér hakaði ég í alla reiti þar sem ég var að velja það sem yrði í VisualStudioinu til að fá alla möguleika þess. Það tekur um 2 gígabæt út af fyrr greindum ástæðum og örugglega þúsundum í viðbót.
Takk fyrir að lesa þetta og vana að þetta hafi gefið þér innsýn í hið fullkomna forritunarforrit.
Kv.
Bill Gates<br><br>Bill Gates