ég mæli með
http://java.sun.com sem byrjunarreit.
þar eru “tutorials” í java sem eru mjög einfaldir (first cup of java), en einnig eru tutorials þar fyrir lengra komna, og í hlutum sem venjulegir byrjendur þurfa alls ekki að þekkja (EJB,JMX, jini, etc).
þetta eru s.s. ágæt fyrsta lesning fyrir alla sem eru að forrita í java, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.
Eina íslenska java-kennslan sem ég man eftir er orðin vel gömul og var eftir Atla Harðarson tölvufrömuð ofan af skaga. efast um að sú fræði hafi veðrast vel, því síðan þá hafa komið margar uppfærslur af java. Það má þó vera að hægt sé að nálgast þessa bók einhversstaðar í uppfærðri útgáfu. Einnig skrifaði Snorri Agnarsson eitthvað smáræði af kennsluefni í forritun á íslensku þar sem stuðst var við java sem forritunarmál… Það má vera að hægt sé að finna það á netinu.
<br><br>[reynir]::[reynir@reynir.net]